Innskráning í Karellen
news

Sumarskóli Barnaskólans

08. 08. 2023

Sumarskóli Barnaskólans á Vífilsstöðum á sér langa sögu og engin undantekning var á sumarskólastarfi í sumar. Í sumarskólanum er boðið upp á frístundastarf með fjölbreyttu sniði en leikur og gleði hafa ávallt einkennt þetta starf. Í sumar var það Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa sem hélt utan um starfið með okkar frábæra starfsfólki.

Sumarskólinn í ár var með því sniði að vikunum var skipt upp í þemavikur en þær voru menningarvika, sveitavika, íþróttavika, strandarvika, náttúru -og ævintýravika og listavika. Krakkarnir fengu að upplifa alls konar skemmtilegt eins og að fara í Húsdýragarðinn, Nauthólsvíkina, Árbæjarsafnið, Útimiðstöðina í Gufunesi, fjöruferð, hjólaferð, fimleikasal, bókasafn, sjá leiksýningu hjá Leikhópnum Lottu og fleira. Einnig fengu þau að láta listrænu hæfileika sína skína í alls konar lista verkefnum eins og að búa til skartgripi, mála með höndum og fótum, búa til slím, gera tie dye boli og fleira skapandi. Þau eyddu miklum tíma í útiveru í leikjum, ratleik, mála gluggana á skólanum, fara í vatnsstríð og slip and slide, göngutúra að Vífilsstaðavatni og það má því segja að þau hafi ekki verið aðgerðarlaus þann tíma sem þau eyddu hjá okkur og þau voru mjög glöð með þetta! 5 ára kjarnar tóku einnig þátt í starfi sumarskólans þeim til mikillar hamingju!

Við þökkum vinum okkar og vinkonum sem komu og eyddu sumrinu með okkur innilega fyrir góðar stundir og vonumst til að sjá sem flest næsta sumar!


© 2016 - Karellen