Innskráning í Karellen
news

​Fleiri fréttir af 10 ára börnum

09. 11. 2023

10 ára börn hafa brallað ýmislegt á þessari haustönn. Þau fóru og hittu rithöfundinn Kristlaugu Maríu, Kikku, til að efla skapandi skrif og ýta undir áhugasvið þeirra að skrifa sögur. Börnin nutu sín vel í Bókasamlaginu þar sem þau áttu fróðlegar og skemmtilegar umræður saman.

Börnin fóru einnig í heimsókn í Elliðaárstöð og fengu fræðslu um starfsemina og fóru síðan í skemmtilegan ratleik þar sem þau lærðu heilmikið um orku.


Á hverjum föstudegi eru 10 ára börn ásamt 11 ára börnum í brautum þar sem er verið að auka list- og verkgreinar. Þau fara fjórum sinnum í röð í sömu braut, eftir það er skipt um braut. Brautirnar eru heimilisfræði, jóga, myndlist og leiklist. Í heimilisfræði baka þau hollt og gott og prófa sig áfram með ýmsar gerðir af smoothie. Í jóga leita þau að innri ró og efla núvitund sína. Í leiklist æfa þau sig að fara út fyrir þægindaramman, læra spuna og efla sköpun. Í myndlist fá þau að tækifæri að láta tilfinningar sínar í ljós í gegnum myndir.


Okkur í skólanum finnst svo mikilvægt að efla skapandi starf og prófa margs konar aðferðir að læra.

© 2016 - Karellen