Innskráning í Karellen
news

Heimsókn á Vífilsstaðaspítala á Degi íslenskrar tungu

15. 12. 2023

Dagur íslenskrar tungu er er haldinn hátíðlegur 16.nóvember ár hvert, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Markmið dagsins er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Deginum er fagnað víðsvegar um landið og gerum við honum hátt undir höfði hér í Barnaskólanum.

Sjö og átta ára börn sömdu ljóð í tilefni dagsins. Börnin eru að stíga sín fyrstu skref í ljóðagerð og var því virkilega gaman að sjá frumlega og skemmtilega ljóðagerð.

Börnin fóru ásamt kennurum í göngutúr til nágranna okkar og vina á Vífilsstaðaspítala. Þar lögðu þau ljóð í lófa þeirra sem á vegi þeirra urðu ásamt því að syngja tvö lög. Lögin Kvöldsigling og Vikivaki voru sungin við mikla hrifningu.

Virkilega skemmtileg og notaleg stund á Vífilsstaðaspítala.

© 2016 - Karellen