Innskráning í Karellen
news

Íþróttir í Barnaskólanum í Garðabæ

12. 04. 2024

Í vetur hafa börnin í Barnaskólanum verið í íþróttum í Miðgarði einu sinni í viku og hefur það verið kærkomin breyting að geta gengið í íþróttahúsið. Markmið stundanna er að börnin hafi gaman af hreyfingu og er því mikið lagt upp úr gleði og að hafa gaman.

Tímarnir eru fjölbreyttir og mikið er um þrautir og hindranir, ásamt skemmtilegum leikjum. Börnin læra að vinna saman í hópum og hvetja hvort annað áfram í æfingum og leikjum. Markvisst er unnið að því að skapa leiðtogahugsun þar sem allir geta nýtt sína styrkleika. Í íþróttatímunum er þolið eflt og líkamlegur styrkur aukinn.

Í lok hvers tíma eru börnin spurð, hvað var skemmtilegast, hvað var leiðinlegast og hvar var erfiðast? Það er nær undantekningarlaust að þær æfingar sem eru mest byggðar upp með leikinn að leiðarljósi eru vinsælastar og þessi týpísku hlaup eru erfiðust og leiðinlegust. Börnin hafa einnig fengið að koma með hugmyndir að æfingum og hefur það reynst afar vel enda erum við lýðræðislegu skólasamfélagi.

Áfram hreyfing!

Lísa, íþróttakennari og kennari á 5 ára drengja kjarna.

© 2016 - Karellen