Innskráning í Karellen
news

Hvað er að vera Hjallastefnuforeldri, fyrir hvað stendur Hjallastefnan og hverjar eru áherslur hennar?

16. 10. 2023

Fimmtudaginn 19. október klukkan 20.00 koma okkar ástkæra Edda Rósa frístundastýra og framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, Bóas Hallgrímsson, og verða með fræðsluerindi fyrir foreldra og forráðafólk skólans.

Hvað er að vera Hjallastefnuforeldri, fyrir hvað stendur Hjallastefnan og hverjar eru áherslur hennar?

Edda Rósa hefur brennandi áhuga á foreldrasamskiptum og er eins og stendur í námi í þessum fræðum í Háskólanum. Bóas er framkvæmdarstjóri Hjallastefnunnar og þekkir stefnuna mjög vel.

Hvar: Í sal Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ
Hvenær: Fimmtudaginn 19. október klukkan 20

Hlökkum til að sjá ykkur öll!

© 2016 - Karellen