Innskráning í Karellen
news

Lestrarupplifun

16. 10. 2023

11 ára börn hafa verið að hlusta á SKÓLASLIT 3 sem er spennandi bók eftir Ævar Þór Benediktsson.

Mánudaginn 2. október 2023 byrjaði sagan og á hverjum virkum degi í október birtist einn kafli úr sögunni inni á vefsíðunni skolaslit.is

Hver kafli er myndlýstur af Ara Hlyni Guðmundssyni Yates, en við höfum líka teiknað myndir úr sögunni og hengt þær upp á vegg inni í stofu hjá okkur.

Allir sem vilja geta lesið þessa sögu og það er bæði hægt að hlusta og lesa kaflana. Sagan er sögð með miðstig grunnskóla í huga en er í raun fyrir alla sem þora.

Allir kaflarnir eru aðgengilegir á vefsíðunni fram að áramótum.

© 2016 - Karellen