Innskráning í Karellen
news

Skólasetning í tuttugasta skipti

24. 08. 2023

Miðvikudaginn 23. ágúst var Barnaskóli Hjallastefnunnar í Garðabæ settur í brakandi veðurblíðu. Fyrir tuttugu árum síðan var fyrsta skólasetning Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ og þar með var Hjallastefnan formlega komin á annað skólastig, Grunnskólastigið.

Viljum við óska börnum, foreldrum og starfsfólki skólans innilega til hamingju með daginn. Hamingjuóskir þessar mega flæða til núverandi og fyrrum nemenda, fjölskyldna og starfsfólks.

Börn og starfsfólk nutu veðurblíðunnar í dag þar sem afmælinu var fagnað með faðmlögum, söng og stærðarinnar súkkulaðitertu.

Fyrsti skólastjóri Barnaskólans, Margrét Pála, kom til þess að fagna með glaðbeittum hópnum og var stundin dásamleg.

Innilega til hamingju með daginn Barnaskóli!

© 2016 - Karellen