Innskráning í Karellen
news

Stórkostlegt framtak foreldrafélagsins, hrekkjavökuhátið!!

31. 10. 2023

Öflugt foreldrafélag Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum

Við erum svo ótrúlega lánsöm í þessum skóla að búa að því að eiga öflugan foreldrahóp sem tekur ríkan og virkan þátt í skólamenningu okkar.

Laugardaginn 28.október sl. stóð foreldrafélag skólans fyrir frábærum viðburði hér í skólanum sem heppnaðist ævintýrilega vel. Í aðdraganda hrekkjavökunnar gerðu þau sér lítið fyrir og skipulögðu hrekkjavöku með hræðilegu draugahúsi sem þótti mjög vel heppnað og var verulega ógnvekjandi að sögn barna sem og fullorðinna.


Foreldrasamstarf er forsenda velgengi barna okkar og vellíðan

Það sem skiptir miklu máli í skólahaldi er góð þáttaka foreldra í viðburðum skólans og hér ríkir einhugur um að skapa gott og öflugt samfélag þar sem foreldrar, börn og kennarar eiga í miklum og einlægum samskiptum. Það teljum við vera forsenda velgengni og vellíðunar.

Foreldra og börn mættu í búningum og skemmtu sér vel saman bæði hér úti við sem og inni í skóla. Veitingasala var á staðnum og verður hluti af ágóðanum sem safnaðist notaður í uppbyggingu á útisvæði skólans. Þessi viðburður er kominn til með að vera og miðað við þátttöku mun þetta eingöngu vaxa héðan í frá.

Við færum stjón foreldrafélagsins okkar bestu þakkir fyrir þeirra framlag og framgöngu og eins þökkum við okkar frábæru fjölskyldum fyrir þáttöku þeirra.

Fyrir hönd starfsfólks skólans

Lovísa Lind og Anna Margrét

skólastýrur.

© 2016 - Karellen