Innskráning í Karellen
news

​Menningarferð stúlkna í Barnaskólanum

06. 12. 2023

Stúlkurnar á 7 og 8 ára kjarna fóru í árlega Menningarferð í aðdraganda jóla.

Þær áttu góðan dag á Listasafni Íslands á sýningu Egils Snæbjörnssonar þar sem sköpun og leikgleði var altumlykjandi. Tröllin Ugh og Böögár gegndu þar lykilhlutverki í leikherbergi listarinnar. Þær skoðuðu einnig verkið Eggið og hænan þar sem 49 hlutir úr pappamassa, lími, sandi, sagi og málningu þykjast vera steinar sem spjalla saman.


Til að toppa heimsóknina sáu stúlkurnar skúlptúra úr gipsi sem þær dönsuðu í kringum og sungu jólalög.

Því næst fóru þær á Listasafn Reykjavíkur og gæddu sér á piparkökum og dýrindis kakó.

Skemmileg og fræðandi menningarferð með frábærum stúlkum.

© 2016 - Karellen